Upplýsingar

Netkerfi og Tölvur ehf var stofnað árið 1997 og er eitt af elstu fyrirtækjum í upplýsingatækni á Norðurlandi.  Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á tölvu- og samskiptabúnaði, ráðgjöf og innleiðingu lausna, auk þjónustu.  Í dag starfa um 20 manns hjá félaginu. Netfang er netkerfi@netkerfi.is.

Netkerfi og Tölvur eru umboðsaðili fyrir HP tölvubúnað á Norðurlandi ásamt því að þjónusta og selja búnað frá Ubiquity, Microsoft, Cisco og fleiri aðilum.

Netkerfi og Tölvur er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur þarfir viðskiptavinarins í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum ávallt vandaða ráðgjöf og þjónustu með langtímahagsmuni þeirra í huga.  Það eru þessir þættir sem fyrirtækið hefur byggt velgengni sína á frá upphafi.

Netkerfi og tölvur er alfarið í eigu heimamanna á Norðurlandi.

 

Skipurit og Stjórn

Framkvæmdastjóri félagsins er Gunnar Björn Þórhallsson.


Framtíðarsýn og Markmið

Netkerfi og tölvur stuðlar á virkan hátt að aukinni samkeppnishæfni viðskiptavina sinna.  Fyrirtækið leitast við að efla þekkingu og hæfni starfsmanna sinna og þannig að byggja upp Norðlenskt þekkingarfyrirtæki með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.  Þannig gegnir fyrirtækið veigamiklu hlutverki í uppbyggingu atvinnulífs á Norðurlandi.

Með þekkingu og virkum lausnum á hagnýtri upplýsingatækni rækir fyrirtækið hlutverk sitt og er eftirsóknaverður samstarfsaðili. Fyrirtækið einsetur sér að hafa á að skipa öflugt teymi sérfræðinga á sínu sviði með því að bjóða uppá  eftirsóknarverðan vinnustað

 

4 600 400

Þjónustusími

netkerfi [hjá] netkerfi.is

Fjölnisgata 6c,
603 Akureyri

Netkerfi og Tölvur ehf.